
Yoga Therapy–Jóga Þerapía
Yoga Therapy–JógaÞerapía
Heildræn meðferð sem sameinar líkama, huga og taugakerfi í bataferli
JógaÞerapíaer einstaklings meðferð sem notar jógafræðin á markvissan og meðvitaðan hátttil að styðja líkama og huga í átt að jafnvægi, vellíðan og bættri líkamsstarfsemi. Þetta er djúpog endurstillandi meðferð sem hentar bæði þeim sem glíma við líkamleg meiðsl ogsársauka,sem og þeim sem finna fyrir langvarandi spennu, andlegri þreytu eða streitu.Meðferðin sameinar mildar líkamsæfingar (asana), öndun (pranayama), hugleiðslu oglíkamsvitundarvinnu með það að markmiði að opna fyrir flæði, losa um spennumynstur ogstyðja við náttúrulega hæfni líkamans til að jafna sig. Þó líkaminn beri einkenni–eins ogstirðleika eða verki–þá býr orsökin oft líka í ómeðvituðum tilfinningum, spennu, áhyggjumeða vantrausti sem hefur fest sig í líkamanum yfir tíma. Jógaþerapía vinnur með rót þessaraþátta, á öruggan og viðkvæman hátt.


Helstu áhrifJóga Þerapíu:
Stuðlar að bættri líkamsstöðu, jafnvægi og hreyfigetu
Losar djúpa spennu sem safnast hefur fyrir í líkama og taugakerfi
Styður við taugakerfislega slökun og sjálfsvörnlíkamans
Hjálpar til við að draga úr langvarandi verkjum, stirðleika og streitu
Eykur tilfinningalega tengingu og meðvitund um líkamsvitund og innri líðan
Býður upp á leiðir til sjálfsumönnunar og fyrirbyggjandi heilsuræktar
Fyrir hvern er Jóga Þerapía?
Jógaþerapía hentar bæði þeim sem eru að jafna sig eftir meiðsli, slysa eða skurðaðgerðir–ogþeim sem finna fyrir endurteknum verkjum, krónískri spennu eða andlegri streitu sem hefuráhrif á líkamsstarfsemi. Hún er einnig einstaklega gagnleg fyrir þá sem vilja viðhaldaheilbrigðri líkamsbeitingu, sveigjanleika og hreyfigetu til lengri tíma og koma í veg fyrir aðvandamál snúi aftur.
Jafnvel þegar líkaminn virðist vera að jafna sig, getur spennan haldist í kerfinu–sérstaklega íkringum þann hluta líkamans sem varð fyrir álagi. Jógaþerapía hjálpar til við að losa umþessar spennur, koma í veg fyrir að mynstur endurtaki sig og styðja líkamsstarfsemina í aðbyggjast upp af nýju, á heilbrigðari grunni.

Meðferðarlengd
Jóga Þerapía–90 mínútur
Róleg, djúp ogleiðandi meðferð sem sameinar líkamlega, tilfinningalega og orkulega nálgun.Markmiðið er að skapa varanlega breytingu með skýrri og meðvitaðri nærveru–ekki aðeinslina einkenni tímabundið, heldur leiðbeina líkamanum að nýju jafnvægi sem varir.
Ef þú ert að leita að því að endurtengjast líkama þínum á heilandi hátt, byggja þig upp meðvirðingu og hlustun, þá býður jógaþerapía upp á öruggan og áhrifaríkan farveg til þess. Húner ekki bara meðferð–hún er vegferð inn á við sem gefur líkamlegum, andlegumogorkuþáttum tækifæri til að vinna saman í átt að bættri heilsu