top of page
Banner 4.png

Kinetic Chain Release (KCR)

Kinetic Chain Release (KCR)

Heildræn líkamsmeðferð til að endurheimta jafnvægi, hreyfigetu og vellíðan

Kinetic Chain Release(KCR) er markviss, kerfisbundin og mild líkamsmeðferð sem miðar að því að koma líkamanum aftur í sitt náttúrulega jafnvægi og bæta líkamsstöðu, hreyfivirkni og almennan líkamlegan léttleika. Meðferðin byggir á fyrirfram ákveðinni röð léttra teygja og hreyfinga sem miða að því að losa um spennu og leiðrétta ójafnvægi í vöðvum og stoðkerfi.Slíkt ójafnvægi getur hafa myndast smám saman vegna líkamlegra áfalla, slysa, einhæfrar líkamsbeitingar, langvarandi setu, eða safnast upp yfir tíma vegna álags, streitu og tilfinninga. Þegar líkaminn aðlagar sig að spennumynstrum, truflast náttúruleg samvinna vöðvanna sem getur leitt til skekkju, minnkaðs hreyfisviðs, verkja og stirðleika, einkum í mjaðmasvæði, hrygg, öxlum og hálsi. KCR meðferðin vinnur á heildrænan hátt með þessum þáttum og hjálpar líkamanum að losa um spennu, leiðrétta líkamsstöðu og styður líkamann í að endurheimta jafnvægi, bæta flæði og aukna vellíðan.

Sjúkraþjálfari notar ómskoðunartæki á hné sjúklings meðan á meðferð stendur á sjúkrahúsi
Tvíkynja kvenkyns sjúkraþjálfari veitir eldri hvítum manni fótanudd í heimahúsi.

Hverjum hentar KCR?

KCR hentar bæði þeim sem eru að glíma við stoðkerfisvandamál, verkjavanda eða langvarandi spennu, og einnig þeim sem vilja viðhalda góðri líkamsstöðu og hreyfigetu til langs tíma. Fyrir suma nægir eitt skipti til að upplifa létti og breytingu á líkamsvitund, en fyrir djúpstæðari skekkjur og langvarandi ástand er ráðlagt að bóka að minnsta kosti fimm meðferðir til að ná varanlegum árangri. KCR er líka frábært fyrir krakka og það er hægt að bóka styttri tíma fyrir krakka upp að 12 ára aldri. Að alast upp í jafnvægi og fá að upplifa hvernig er að vera í jafnvægi er eitt það besta sem að hægt er að hugsa sér fyrir unga fólkið okkar.

Viðhald og stuðningur eftir meðferð

KCR hentar bæði þeim sem eru að glíma við stoðkerfisvandamál, verkjavanda eðalangvarandi spennu, og einnig þeim sem vilja viðhalda góðri líkamsstöðu og hreyfigetu tillangs tíma. Fyrir suma nægir eitt skipti til að upplifa létti og breytingu á líkamsvitund, enfyrir djúpstæðari skekkjur og langvarandi ástand er ráðlagt að bóka að minnsta kosti fimm meðferðir til að ná varanlegum árangri.KCR er líka frábært fyrir krakka og það er hægt að bóka styttri tíma fyrir krakka upp að 12 ára aldri. Að alast upp í jafnvægi og fá að upplifa hvernig er að vera í jafnvægi er eitt það besta sem að hægt er að hugsa sér fyrir unga fólkið okkar.

Viðskiptavinur iðkar sjálfsumönnun heima eftir meðferð til að viðhalda árangri meðferðarinnar

Meðferðarlengdir

KCR & Nudd–80 mínútur

Samþætt og djúpvirk meðferð þar sem KCR er framkvæmd með meiri ró og dýpt og sameinuð slakandi, markvissu nuddi. Hér gefst meiri tími til að vinna á svæðum sem þarfnast sérstakrar athygli og styðja við djúpa losun og slökun. Ég mæli sérstaklega með þessari lengri meðferð í fyrsta skipti, þar sem hún gefur líkamanum nægilegan tíma til að meðtaka breytingarnar og losa úr gömlum mynstrum á öruggan og nærandi hátt.

KCR–40 mínútur

Stutt og hnitmiðuð meðferð sem hentar vel til að koma líkamanum í betra jafnvægi á skömmum tíma. Hún er einnig frábær til reglulegs viðhalds. Margir kjósa að koma mánaðarlega, annað hvert skipti í þennan styttri tíma eða þegar líkaminn gefur merki um þörf. Einnig hentug meðferð fyrir undirbúning fyrir frí, vinnutörn eða mikilvæga viðburði.

bottom of page