
Samtals meðferð
Samtals meðferð
Oft er það innri órói og ringulreið sem heldur okkur föstum í vítahring.
Við snúumst í hringi, föst í sömu mynsturunum, og skiljum ekki af hverju við finnum ekki leið áfram. Oftar en ekki eru það reynslur úr fortíðinni bæði stórar og smáar sem hafa mótað hvernig við hugsum, skynjum og bregðumst við í dag. Þær geta skapað takmarkanir sem við sjáum ekki einu sinni sjálf og gera það erfitt að treysta eigin innsæi og taka ný skref í átt að breytingum.Við glímum við eftirsjá, óvissu í núinu eða ótta við óþekkt framtíðarskref. En dýptin, viskan og skýr svör búa þegar innra með okkur. Það eina sem við þurfum er öruggt rými, nærgætin leiðsögn og einlæg hlustun til að við getum komist aftur í snertingu við þann innri kraft og leiðarljós. Í tímum með mér færðu ekki ráðleggingar um hvað þú „ættir“ að gera. Þess í stað býð ég uppá fordómalaust og stuðningsríkt rými þar sem þú færð að kanna þína eigin reynslu og nálgast þína eigin visku. Ég styð þig við að losa um fortíðartengdar hindranir, byggja upp dýpra traust á sjálfri/sjálfum þér og styrkja tenginguna við innsæið sem er þegar lifandi innra með þér. Við notum fjölbreyttar aðferðir sem byggja á líkamsvitund, orkuvinnu, innsæis þjálfun og samræðum. Allt er þetta hannað til að hjálpa þér að sleppa takinu á því sem heldur aftur af þér og tengjast aftur heilli og heilbrigðri mynd af sjálfri/sjálfum þér.
60 mínútna tímar eða eftir samkomulagi.
Meðferðin getur farið fram í síma, á Teams eða Zoom
.avif)