top of page
Banner 4_2x.png

Orkunudd – sameining snertingar, innsæis og heilunar

Orkunudd – sameining snertingar, innsæis og heilunar

Í orkunuddi sameina ég tvennt: kraftmikið og djúpt nærandi snertinudd með heilandi orkuvinnu. Með þessari nálgun næst ekki aðeins líkamleg slökun, heldur opnast einnig dýpri lög líkama og vitundar þar sem spennulosun, tilfinningavinna og endurnýjun getur átt sérstað. Nuddið er sérsniðið að þínum þörfum hverju sinni. Ég hlusta bæði á orðin sem þú segir og þau skilaboð sem líkami þinn gefur frá sér. Með því að leyfa innsæi mínu að leiða mig, vinn ég á svæðum sem kalla á athygli og stuðning, hvort sem það er til að leysa upp spennu, losa um orku bindingar eða stuðla að dýpri tengingu við sjálfan þig. Þrýstingur, taktfast nudd og orkuflæði breytist eftir því hvaða líkamssvæði er verið að vinna með og hvaða upplýsingar koma fram í ferlinu. Í sumum tilvikum þarf hlýlega, djúpa snertingu, í öðrum tilvikum mjúka orku nálgun þar sem líkaminn fær að anda og sleppa tökum á sínum eigin hraða. Markmið mitt er að skapa heilagt, öruggt rými þar sem líkaminn fær að slaka, sálartetrið fær frelsi og þú færð að tengjast aftur sjálfri/sjálfum þér á nærandi og umhyggjusaman hátt. Með þessu ferli getum við unnið með langvarandi spennu, tilfinningalegar blokkeringar og hjálpað líkamanum að muna aftur hvernig það er að vera í meira flæði og jafnvægi.

Sjúklingur sem fær beinþynningarmeðferð til að lina spennu, bæta líkamsstöðu og styðja við heildræna lækningu.
bottom of page