
CTR–Connective Tissue Release
CTR–Connective Tissue Release
Djúpvirk losun á bandvef til að styðja líkamsjafnvægi og auka vellíðan
Connective Tissue Release (CTR) er framhaldsmeðferð á byggð á grunni Kinetic Chain Release (KCR) og hentar sérstaklega þegar KCR meðferðin nær ekki að losa að fullu um langvarandi spennu mynstur eða dýpri skekkjur í líkamanum. CTR vinnur markvisst með bandvefslög líkamans sem hafa með tímanum orðið stíf, þykk eða föst vegna álags, áfalla eða langvarandi spennu. Í CTR beiti ég nákvæmum og stöðugum þrýstingi á völdum stöðum á líkamanum, yfir ákveðinn tíma, til að hjálpa bandvefnum að gefa eftir og losna. Með þessu ferli næst djúpslökun í vefjunum og líkaminn fær tækifæri til að leiðrétta skekkjur sem hafa haldið líkamsstöðunni í ójafnvægi, oft í mörg ár. Meðferðin vinnur ekki aðeins á líkamlegum þáttum eins og stirðleika og verkjum, heldur getur hún einnig losað um tilfinningalega spennu sem geymist í vefjunum og hefur áhrif á líðan og orku.


Helstu áhrif CTR
Djúplosun á langvarandi spennu og stirðleika í bandvef
Bætt líkamsstaða og aukin hreyfigeta
Dregur úr verkjum og eykur flæði í líkamanum
Styrkir áhrif KCR meðferðar og veitir dýpri úrvinnslu
Losar um spennu sem hefur jákvæð áhrif á líkamsstöðu og orku jafnvægi
CTR hentar sérlega vel fyrir þá sem hafa upplifað:
Króníska verki sem ekki hverfa með hefðbundnum meðferðum
Verki, spennu og stirðleika eftir slys, áföll eða skurðaðgerðir
Tilfinningu um að líkaminn sé „fastur“ eða ójafnvægi haldist þrátt fyrir aðrar meðferðir
Hver er munurinn á KCR og CTR?
Þar sem KCR er byggt á samfelldri röð hreyfinga sem koma líkamanum í grunnjafnvægi, þá fer CTR dýpra inn í vefi og vinnur sérstaklega með „festum“ spennum þar sem flæði hefur verið skert. CTR byggir því á og dýpkar áhrif KCR, og saman mynda þessar meðferðir öflugt heildstætt kerfi hjálpa líkamanum að vera í jafnvægi og styrkir hann til sjálfsbata.

Meðferðarlengd
CTR–50 mínútur
Sérsniðin og róleg meðferð sem fer djúpt inn í bandvefinn og gefur líkamanum tíma til að svara á sínum hraða.