top of page
Banner 4_2x.png

Meðferðir

Losun á bandvef er framhaldsmeðferð á KCR og er fyrir þau tilfelli sem KCR nær ekki að létta á einkennunum að fullu. Haldið er þrýstingi á ákveðnum stöðum í ákveðinn tíma til að hjálpa til að við að létta á spennu í bandvef líkamans sem hefur haldið honum skökkum og þar með koma honum í fullkomið jafnvægi.

CTR 50 mínútur

Sálfræðingur framkvæmir orkunudd á karlkyns skjólstæðingi – sameinar græðandi snertingu, innsæi og tilfinningalegan losun

Í orkunuddi sameina ég tvennt: kraftmikið og djúpt nærandi snertinudd með heilandi orkuvinnu. Með þessari nálgun næst ekki aðeins líkamleg slökun, heldur opnast einnig dýpri lög líkama og vitundar þar sem spennulosun, tilfinningavinna og endurnýjun getur átt sérstað. Nuddið er sérsniðið að þínum þörfum hverju sinni. Ég hlusta bæði á orðin sem þú segir og þau skilaboð sem líkami þinn gefur frá sér. Með því að leyfa innsæi mínu að leiða mig, vinn ég á svæðum sem kalla á athygli og stuðning, hvort sem það er til að leysa upp spennu, losa um orku bindingar eða stuðla að dýpri tengingu við sjálfan þig.

60 eða 90 mínútur

Kinetic Chain Released er hannað til að koma líkamanum í jafnvægi og laga líkamsstöðuna. Meiðsl eða röng líkamsstaða til langs tíma skapa vana í því hvernig vöðvarnir halda líkamsstöðunni, oft á þann hátt að það togar háls, hrygg og mjaðmagrind úr jafnvægi. Með fyrirfram ákveðinni röð af teygjum og hreyfingum hjálpum við líkamanum að komast í sitt náttúrulega vöðva- og stoðkerfisjafnvægi sem oft dregur úr aðstæðum sem valda verkjum og óþægindum.  Ef um mjög langvarandi ástand er að ræða ráðlegg ég fimm skipti.

KCR 40 mínútur og KCR og Nudd 80 mínútur (mæli með KCR og Nuddi í fyrsta tíma)

Róandi meðferðarherbergi Heilyndur – hannað fyrir jógameðferð, orkuheilun og líkamlega jafnvægisstillingu

Jóga Þerapía er einstaklingsmiðuð meðferð sem notar jógafræðin á markvissan og meðvitaðan hátt til að styðja líkama og huga í átt að jafnvægi, vellíðan og bættri líkamsstarfsemi. Þetta er djúp og endurnærandi meðferð sem hentar bæði þeim sem glíma við líkamleg meiðsl og sársauka, sem og þeim sem finna fyrir langvarandi spennu, andlegri þreytu eða streitu. Meðferðin sameinar mildar líkamsæfingar (asana), öndun (pranayama), hugleiðslu og líkams vitundar vinnu með það að markmiði að opna fyrir flæði, losa um spennumynstur og styðja við náttúrulega hæfni líkamans til að halda sér í jafnvægi sig. Þó líkaminn beri einkenni–eins og stirðleika eða verki þá býr orsökin oft líka í ómeðvituðum tilfinningum, spennu, áhyggjum eða vantrausti sem hefur fest sig í líkamanum yfir tíma. Jóga þerapía vinnur með rót þessara þátta, á öruggan og nærgætin hátt.

Jóga Þerapía er 90 mínútur

bottom of page