top of page

Maðurinn á bak við Heilyndi

Skúli Sigurðsson er fæddur og upp alinn á Hvammstanga, lærði bifvélavirkjun og vann við það fyrstu árin en hef svo unnið við stjórnunarstörf í bílageiranum síðustu 20 ár ásamt því að kenna jóga og hjálpa fólki með verki og vanlíðan utan hefðbundins vinnutíma síðustu árin.

Áhugi minn á heilsu og andlegum málum hefur alltaf fylgt mér en frá 2008 fór þetta að taka meiri tíma í mínu lífi, eins og mér væri beint inná þessa braut. Fyrst var það sjálfsrækt í gegnum hugleiðslur og leit að dýpri skilningi á tilgangi lífsins en svo kom köllun til þess að láta gott af mér leiða. Án þess að hafa vitað í upphafi hvert var takmarkið eða leiðin þá vísaði lífið veginn og nú hef ég tileinkað mér þessar öflugu aðferðir sem eru kynntar hér og ég vil að sem flestir fái að njóta.

 

Nám og starfsreynsla

2011 Kundalini Jógakennaranám hjá Jógasetrinu.

2011 KCR meðferð einstök verkjameðferð, kennari Hugh Gilbert.

2013 Sat Nam Rasayan heilunarnám í Jógasetrinu. 

2013 I AM Jóga Þerapía, kennari Kamini Desai

2015 CTR meðferð öflug bandvefs losun, kennari Hugh Gilbert.

2015 Jóga Nidra, kennari Kamini Desai.

2023 KCR kennararéttindi

Lífsspeki

Það er líkamanum eðlislægt að halda sér heilbrigðum og lækna það sem þarf. En þegar líkaminn fer úr jafnvægi vegna streitu, áverka, meiðsla, verkja eða annarra langvarandi aðstæðna getur það verið mjög erfitt eða ómögulegt fyrir líkamann að viðhalda heilbrigðu ástandi.

Ég aðstoða líkama þinn að komast í  gott jafnvægi.

Það sem heftir heilbrigði breytir um form og við það skapast bestu aðstæður fyrir líkamann að ná eðlislægu og verkjalausu ástandi.

Mín Nálgun

Heilun felst ekki í tækni, en mikið frekar í tengingunni við einstaklinginn og einlægninni í því sem gert er. Ég hlusta og bý til sérsniðna nálgun, gerða til að henta sem best þínum þörfum. Aðferðirnar sem ég nota eru fyrst og fremst til að mæta þínum einkennum og sársauka. Einnig losnar oft um andleg og líkamleg höft sem liggja undir yfirborðinu. Ég kem til móts við þig og þínar þarfir. Þetta er þinn tími.

bottom of page