top of page

Í hvað er skynsamlegt að veita fé

Það er máltæki sem segir "það er of seint að byrgja bunninn ef barnið er dottið ofan í hann" og það kom upp í huga mér þegar verið er að safna undirskrifum vegna endurreisnar heilbrigðiskerfisins. Eru Sjúkrahús og læknar heilbrigðiskerfi? Fyrir mér hljómar það eins og það sé best að nota peningana í að útbúa lífgunar og björgunaraðgerðir ofan í brunninum... eftir að barnið er dottið ofaní.

Nú þegar við vitum að lyf vinna sjaldnast á rót vandans en eru til þess fallin að minnka einkennin þá ætti öllum að vera ljóst að forvarnir og fræðsla um líkamann og hvaða aðstæður við þurfum að skapa fyrir hann geta fyrirbyggt að barnið falli í brunninn.

Það er mörg blekkingin og merkilegt að ein stétt manna geti kallað sig lækna. VIð erum öll okkar eigin læknar, líkaminn er eini læknirinn. Það væri nær lagi að kalla þessa stétt til dæmis inngripa sérfræðinga þar sem það er alveg ljóst að það er ekki læknirinn sem læknar... það fellur alltaf í hlut líkamans sem á í hlut. Það er kannski þarna sem við þurfum að byrja.. kalla hlutina réttum nöfnum frá upphafi og kenna börnum að það eru ekki til neinar lækningar utan líkamans. Það eru bara til sérfræðingar sem geta gripið inní og gefið ráð, lyf eða ráðist í aðgerð til að laga það sem ekki er í lagi. Auðvitað má segja að þetta sé einföldun og eigi ekki við í öllum tilfellum. En ef við tækjum ábyrgð á okkar heilsu frá upphafi og börnum væri kennt að í raun er það alltaf þeirra líkami sem þarf að lækna sig, vinna úr töflunum, græða skurðinn þá væri það meiri hvatning til heilbrigðis en flest annað og sennillega stærsta skref helibrigðis...kerfis.

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
Efst á baugi
Nýlegt efni
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

Hjá Heilyndi slf.
 

Suðurhólar 6, 111 Reykjavík
 

8238093

 

Kt. 631023-1180 

 

Skráðu þig á póstlista Hjá Heilyndi

bottom of page