top of page
Banner 4.png

Where the body experiences peace, the mind calm, the soul freedom and life energy

  • Writer: Skuli Sigurdsson
    Skuli Sigurdsson
  • Sep 4, 2017
  • 2 min read

Updated: Aug 6



Einstaklingur í hugleiðslustellingu upplifir frið, skýrleika, frelsi og flæðandi lífsorku - heildræn lækningarhugmynd

Það eru margar ástæður sem geta raskað jafnvægi okkar – og líkaminn geymir allar þær upplifanir sem við höfum ekki unnið úr eða sætt okkur við.

Hheilyndi.is er lögð áhersla á meðferðir sem vinna með líkamann til að koma honum í jafnvægi. Slíkt hefur djúpstæð áhrif á líkama, huga og sál. Þessi þrjú eru órjúfanleg heild – við getum ekki unnið með eitt án þess að hafa áhrif á hin. Til að líða vel þurfum við að hlúa að okkur á öllum sviðum.

KCR og Jógaþerapía eru tvær öflugustu leiðirnar sem ég þekki til að hjálpa líkamanum að ná jafnvægi og tengjast eigin kjarna. Þegar líkaminn slaknar og finnur jafnvægi losna einnig margar hugrænar og tilfinningalegar spennur. Jóga Nidra er svo einstök aðferð til að róa hugann og tengja okkur við innsta eðli okkar – hið eilífa innra með okkur. Með reglulegri iðkun Jóga Nidra viðheldur þú ró og tengingu við þinn innsta kjarna.

Hugurinn vill okkur alltaf vel, en hann getur oftar en ekki farið á yfirsnúning og haldið að hann þurfi að verja okkur fyrir allri óvissu lífsins. Þess vegna er svo mikilvægt að róa hann, svo við getum mætt lífinu með mildi og friði í hjarta.

Djúpslökun er rauði þráðurinn í KCR, Jógaþerapíu og Jóga Nidra.Þegar líkaminn finnur frið róast hugurinn og sálin fær rými til að næra okkur og tengja líkama, huga og sál saman. Lífsorkan okkar flæðir í gegnum þessa tengingu – þar ríkir aldrei skortur. En þegar hugurinn er órólegur og líkaminn stífur eða í ójafnvægi getur hann aðeins tekið á móti þessari orku að takmörkuðu leyti. Heilbrigði byggist á því að líkaminn hafi óhindraðan aðgang að þessu flæði lífsorkunnar.

Með því að hlúa að líkamanum, huganum og andlegu jafnvægi okkar opnum við fyrir dýpri tengingu við okkur sjálf og getum upplifað lífið með meiri gleði, friði og heild – Heilyndi.

Hvort sem þú velur KCR eða Jógaþerapíu, þá fær líkaminn tækifæri til að slaka á og finna mýkra jafnvægi. Til að viðhalda ró hugans og dýpka áhrifin mælum við með að nýta Jóga Nidra hugleiðslur á milli meðferða – þær hjálpa þér að mæta lífinu af meiri jafnvægi og draga úr álagi á líkama og huga. Jóga Nidra getur þú stundað heima hjá þér með sérstöku Jóga Nidra appi – nánari upplýsingar má finna hér.

Hjá heilyndi.is bjóðum við einnig upp á námskeið í KCR fyrir þá sem vilja læra þessa mjúku en afar öflugu aðferð til að minnka verki, losa spennu og bæta líkamsstöðu. Nánari upplýsingar má finna hér.

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
Efst á baugi
Nýlegt efni
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page