top of page
Banner 4.png

Where the body experiences peace, the mind calm, the soul freedom and life energy

  • Writer: Skuli Sigurdsson
    Skuli Sigurdsson
  • Feb 9, 2016
  • 2 min read

Updated: Aug 7, 2025

Það er gaman að fylgjast með börnum í leik og íþróttum þar sem gleði og ákefð eru alls ráðandi. En öllu þessu fylgja byltur og áverkar af ýmsu tagi sem eru eðlilegir fylgifiskar. Í líkamanum eru ótrúleg öfl sem geta á stuttum tíma heilað það sem þarfnast þess. Þar eru verkir miðillinn sem lætur vita og allt kerfið fer af stað í að lækna og heila. Eitt er það varnarkerfi í líkamanum sem passar okkur vel og það er bandvefurinn, hann er ótrúlega sterkur og sjálfstæður, hreinlega "frystir" svæði eða allan líkamann til að verjast ef ekki er hægt að forðast áreksturinn eða hvað það er sem er yfirvofandi. Það þarf ekki endilega að vera líkamlegur "árekstur" heldur eru andleg áföll ekki síðri til að valda líkamlegum einkennum og "frysta". Losun á bandvef er hins vegar ekki alltaf sjálfvirk enda situr oft eftir af "atburðinum" í líkamanum. Við þetta minnkar hreyfigeta og í framhaldi blóðflæði á þessi svæði.

Börnin eru að vaxa og þroskast á sama tíma og lífið dynur á þeim og þess vegna er afar mikilvægt að losa um festur og "frost" í þeirra líkama reglulega. KCR meðferðin er sérlega góð til að losa um og leiðrétta það sem virðist vera mislangir fætur og bendir til þess að festur séu í líkamanum. KCR ein og sér er oftast nóg til að koma líkamanum aftur í miðjuna, í sitt eðlilega jafnvægi. Á þeim árum síðan ég lærði KCR þá hef ég notað þessa meðferð á mín börn og í dag segir 9 ára dóttir mín við mig "Pabbi ég er skökk" og viti menn, hún er það. Í dag finnur hún skekkjuna og vill fá pabba til að laga, já og það strax! Af fá að vaxa úr grasi í jafnvægi og standa jafnt í báða fætur er ekki sjálfgefið.

Gefðu barninu þínu það besta sem við getum gefið... að læra á sinn líkama og virða hann... hlusta og leifa...

Að fara í líkamlega meðferð er ein besta leiðin til að gera vel við sjálfan sig. Hver þarf ekki meira af því?

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
Efst á baugi
Nýlegt efni
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page